Meðal þeirra blaða sem hið nýja fyrirtæki Kvosar hf., móðurfélag Prentsmiðjunnar Odda, prentar í Rúmeníu eru þekkt rit eins og National Geographic, Readers Digest, Burda, Plabyboy, For him og fleiri en jafnframt eru vörumarkaðir eins og Metro, Carrefour , tækjaframleiðandinn Philips og fleiri meðal viðskiptavina prentsmiðjunnar.

Eins og komið hefur fram hefur Oddi gengið frá kaupum á prentsmiðjunni Infopress sem er stærsta prentsmiðja Rúmeníu og meðal öflugustu prentfyrirtækja í SA Evrópu.

Infopress hefur einbeitt sér að framleiðslu vandaðra tímarita, auglýsingabæklinga, vörulista og einfaldari bóka. Hjá fyrirtækinu eru í dag prentuð þekkt rit eins og National Geographic, Readers Digest, Burda, Plabyboy, For him og fleiri en jafnframt eru vörumarkaðir eins og Metro, Carrefour , tækjaframleiðandinn Philips og fleiri meðal viðskiptavina prentsmiðjunnar.

Kaupin á Infopress eru fyrsta stóra erlenda verkefnið sem nýstofnað eignarhaldsfélag Kvos hf. ræðst í en meðal dótturfyrirtækja Kvosar eru Prentsmiðjan Oddi, Gutenberg og fleiri fyrirtæki. Kaupin eru í samræmi við stefnu Kvosar að efla erlenda starfsemi samsteypunnar en fyrir rekur Kvos söluskrifstofu og umbúðafyrirtæki í Bandaríkjunum og prentstarfsemi í Póllandi.

Á vegum Infopress eru fyrirhugaðar umtalsverðar fjárfestingar á næstunni til að fylgja eftir mjög örum vexti á Rúmenska markaðnum og á nágrannamörkuðum, sem fyrirtækið skilgreinir sem sína heimamarkaði, svo sem Ungverjaland, Úkrainu, Moldavíu og Búlgaríu. Á þessu ári er áætlað að velta Infopress verði að jafnvirði um 3,5 milljarða íslenskra króna og aukast því umsvif Kvosar verulega með kaupunum og samanlagður fjöldi starfsmanna eykst úr 350 í liðlega 650 manns. Velta félagsins á þessu ári var 2,6 milljarðar króna og hafði aukist um 30% milli ára.

Infopress er með höfuðstöðvar í borginni Odorhei um 300 km. fyrir norðan höfuðborgina Búkarest. Prentsmiðjan var stofnuð árið 1990 til þess upphaflega að prenta dagblaðið Hirado sem gefið er út í borginni Odorhei. Blaðið er enn gefið út en prentverkið hefur vaxið og dafnað mjög á undanförnum árum og er í dag sem fyrr segir leiðandi prentsmiðja SA Evrópu.