*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 10. janúar 2012 09:12

Oddný G. Harðardóttir: Skattkerfið á Íslandi til fyrirmyndar

Nýskipaður fjármálaráðherra segir íslensk stjórnvöl hafa brugðist rétt við eftir hrun bankanna með skattastefnu sinni.

Gísli Freyr Valdórsson
Gísli Freyr Valdórsson

Íslensk stjórnvöld brugðust rétt við í kreppunni með því að fara blandaða leið skattahækkana og niðurskurðar til að ná niður þeim fjárlagahalla sem myndaðist eftir bankahrunið.

Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra á Skattadegi Deloitte og Viðskiptaráðs sem nú stendur yfir.

Hún sagði að Ísland væri ekki eina ríkið í heiminum sem hefði hækkað skatta á síðastliðnum árum. Hún sagði mörg ríki OECD hafa hækkað skatta og gera mætti ráð fyrir frekar skattahækkunum einstakra ríkja Evrópusambandsins.

Oddný sagði að hærri skattar fælu ekki aðeins í sér tekjuöflun fyrir nauðsynlegum verkefnum ríkissjóðs, heldur næðu stjórnvöld með skattastefnu sinni pólitísku markmiði um jöfnun. Þá sagði Oddný að íslenskt skattkerfi kæmi vel út í samanburði við önnur ríki, hér væri skattkerfið einfalt, skattar hlutfallslega lágir og tekjustofnarnir breiðir.