Oddný G. Harðardóttir íhugar nú að bjóða sig fram til embættis formanns Samfylkingarinnar. Oddný staðfesti þetta í viðtali við Viðskiptablaðið.

Eins og stendur hefur Helgi Hjörvar lýst því yfir að hann hyggist bjóða sig fram, en Helgi talaði um þær áherslubreytingar sem hann hyggðist gera á flokknum ef hann næði kjöri í viðtali við Viðskiptablaðið fyrir skömmu síðan.

Oddný er þingmaður Samfylkingarinnar fyrir suðurkjördæmi, og hefur setið á þingi síðan 2009. Hún hefur bæði starfað sem þingflokksformaður Samfylkingarinnar árin 2011-2013 auk þess sem hún gegndi embætti fjármála- og efnahagsráðherra árin 2011-2012