Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, kæmist samkvæmt nýjustu könnun Gallup ekki á Þing. Fylgi flokksins mælist samkvæmt könnuninni í rúmum 3% í Suðurkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins.

Samfylkingin er nú minnst þeirra flokka sem sitja á þingi með 7% fylgi. Flokkurinn fengi aðeins tvo kjördæmakjörna þingmenn og þrjá uppbótarþingmenn.

Fylgi flokksins mælist minnst í Suðurkjördæmi, en eins og fram kom hér að ofan er það kjördæmi Oddnýjar G. Harðardóttur. Fylgið var um 10% þar í síðustu kosningum. Með einungis 3,4% kæmist Oddný ekki á þingi hvorki sem kjördæmakjörin né uppbótarþingmaður.