Frambjóðendur þeirra sex flokka sem bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosningum í vor munu kynna áherslunar sínar í fjármálum og rekstri borgarinnar og svara spurningum gesta. Undir er uppbyggingin sem borgar ætlar að ráðast í á næsta kjörtímabili, skuldastaða borgarinnar og hvort framhald verði á aukinni gjaldtöku á Reykvíkinga.

Það er Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem stendur fyrir fundinum sem verður haldinn í hádeginu á morgun.

Oddvitar flokkanna á fundinum eru Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu, Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, Sóley Tómasdóttir frá VG og Björn Blöndal oddviti Bjartrar framtíðar í borginni. Þá mun Óskar Bergsson lýsa stefnu Framsónarflokksins í borginni.

Samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent Gallup ná Björt Framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn hvor sínum fimm mönnum í borgarstjórn, Samfylkingin þremur en Píratar og VG einum. Framsóknarflokkurinn myndi svo einn flokka ekki ná neinum inn.