Birgitta Jónsdóttir, hlaut 160 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Um málið er fjallað í Morgunblaðinu .

Kosið var eftir svokölluðu Schulze-aðferð, þar sem að þátttakendur í prófkjörinu geta valið eins marga mismunandi útfærslu á listum og þeir vilja.

Birgitta hlaut alls 672 atkvæði, þar af 160 atkvæði í fyrsta sæti, 127 atkvæði í öðru sæti og 96 atkvæði í því þriðja.

Jón Þór Ólafsson, sem endaði í örðu sæti í prófkjörinu hlaut 124 atkvæði í fyrsta sæti, 113 atkvæði í annað sæti og 113 atkvæði í það þriðja.

Þriðja manneskja á lista  var Ásta Guðrún Helgadóttir í þriðja sæti lista Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Hlaut hún 65 í fyrsta sæti, 97 í atkvæði í annað og þriðja sæti.

Einnig verður nú að endurtaka kosningu í Norðvestur kjördæmi vegna þess að fyrra prófkjöri var hafnað. 153 Píratar höfnuðu listanum en 119 samþykktu hann. Hægt er að lesa meira um prófkjörsmál Pírata á prófkjörsvef flokksins.