Óðinn Árnason hefur verið ráðinn sjóðstjóri hjá Stapa lífeyrissjóði. Óðinn lauk b.Sc. prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og m.Sc. prófi í fasteignatengdri eignastýringu frá Kungliga Tekniska Högskólan í Svíþjóð árið 2012.

Eftir b.Sc. námið starfaði óðinn hjá Sparisjóðabanka Íslands (Icebank) sem gjaldeyris- og afleiðumiðlari til ársins 2009.Á árunum 2009 til 2010 starfaði hann við sjóðsstýringu hjá Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV. Samhliða m.Sc. námi árin 2011 til 2012 starfaði hann við greiningar hjá Kaupthing Sverige.