Á meðan vilji hæstbjóðenda í hótelframkvæmdir við Hörpuna er til þess að halda áfram viðræðum og leysa úr vanda­ málum verður viðræðum haldið áfram, að sögn Péturs J. Eiríks­ sonar, stjórnarformanns Situsar, félagsins sem heldur um lóðarrétt­ inn við Hörpu. Félagið hefur átt í viðræðum við erlenda fjárfesta um fjármögnun og byggingu nýs hót­ els við tónlistar­ og ráðstefnuhús­ ið Hörpu. Útlit er fyrir að það muni ekki opna vorið 2015 eins og stefnt var að.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Pétur að einnig hafi verið rætt við þá sem buðu hæstu tilboð á eftir World Leisure Investment og þeim haldið upplýstum. Alls gerðu sex aðilar tilboð í bygging­ arréttinn og var World Leisure hlutskarpast. Stefnt er að bygg­ ingu hótels undir nafni Marriott hótelkeðjunnar. Viðræður við World Leisure hafa að sögn Pét­ urs verið stöðugar og aðilar máls ræða saman vikulega.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.