Á árinu 2011 keyptu Íslendingar gos í matvöruverslunum fyrir 4,5 milljarða íslenskra króna, súkkulaði fyrir 3,5 milljarð, mjólk fyrir 3,5 milljarða og brauð fyrir 3,4 milljarða. Þetta kemur fram í tölum frá Capacent sem byggir á sölutölunum frá matvöruverslunum og vitnað var í á hádegisfyrirlestri hjá Ímark. Þar kom fram að verðvitund almennings hefði aukist og nú væri meira leitað að tilboðum en áður.

Áfengissala ÁTVR jókst árið 2008 í kringum hrun en síðan dróst aðeins úr sölu árin á eftir. Sala á bjór í ÁTVR nam tæpum 10 milljörðum á árinu 2011. Áfengissala er mest í kringum jól og áramót, páska og verslunarmannahelgi samkvæmt tölum Capacent. Einnig kemur í ljós aukin sala áður en álög voru aukin á áfengi árið 2009. Áfengið er einnig selt í ódýrari einingum eins og kassavíni sem virðist seljast í meira magni en áður og minna selst af áfengi í flöskum.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blöðin hér að ofan undir liðnum Tölublöð.