Sala við verslunargötur hefur aukist síðastliðinn mánuð í Bretlandi, öllum að óvörum. Má það rekja til aukinnar sölu á ýmsu afþreyingarefni.

Búist var við að smásala myndi dragast saman þar sem neytendur halda nú að sér höndum vegna hækkandi verðlags. Sýnt þykir að fólk eyði nú frekar í ódýrara skemmtiefni svo sem tölvuleiki og kvikmyndir. Á móti kemur að minna selst af bílum og utanlandsferðum.

Telegraph greinir frá þessu.

Fjölskyldur eyða nú frekar tíma á heimilinu þar sem ferðalög verða æ dýrari. Fólk borðar einnig frekar heima hjá sér í stað þess að fara á dýra veitingastaði.

Sala við helstu verslunargötur jukust um 0,8 prósent í júlí.

Sala á afþreyingarefni s.s. tölvum, leikjum og farsímum jókst um 2,8 prósent. Sala á skóm og fatnaði jókst einnig um 1,5 prósent. Sala á efni tengdum Ólympíuleikunum hefur einnig aukist.

Sala á heimilistækjum jókst um 1,6 prósent.