„Það hefur verið mjög dýrt fyrir Íslendinga að nota farsímana sína í Bandaríkjunum, margfalt dýrara en í Evrópu,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri Nova.

„Með þessum samningum sem Nova var að ná eru símtöl í Bandaríkjunum því að fara úr rúmlega 300 kr á mínútu niður í 19,9 krónur sem stórkostleg verðbreyting. Fólk skráir sig í ferðapakka, þá er daggjaldið 890 krónur,“ segir hann.

Þá segir Guðmundur að þetta breyti mestu hvað varðar netnotkun í farsímum ,,Ef fólk notar t.d. 100 megabæt þá greiðir það 1100 krónur í stað tæplega 80 þúsund krónur áður. Nú fyrst verður því hægt að nota netið í símanum í Bandaríkjunum."