Lántökukostnaður Ítala lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í dag vegna væntinga um að evrópski seðlabankinn hafi í bígerð að kaupa skuldabréf evruríkja. Á teikniborðinu hefur verið að ráðast í kaupin til að lækka lántökukostnað skuldsettra evruríkja sem hafa þurft að greiða hátt álag á ný lán.

Stjórnvöld á Ítalíu seldu í dag skuldabréf til fimm og tíu ára fyrir 7,29 milljarða evra, jafnvirði rétt rúmra 1.100 milljarða íslenskra króna. Salan var nokkurn vegin í samræmi við væntingar, samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar.

Krafa á skuldabréf ítalska ríkisins stóð í dag í 5,82% samanborið við 5,96% í sambærilegu útboði í lok júlí. Bloomberg segir í samtekt sinni um útboðið kröfuna enn yfir 4,5% meðalkröfunni síðastliðinn áratug.

Bloomberg hefur eftir Charles Berry, skuldabréfamiðlara hjá Landesbank barden Wurtemberg í Þýskalandi, að bjartsýnustu menn telji Ítala hafa náð botninum.