Panti maður sér flugsæti í dag til London eða Kaupmannahafnar eftir fjórar vikur er verðið 43% minna en það var fyrir fjórum árum síðan, árið 2012.

Þá var það easyJet sem bauð besta verðið til Lundúna, eða 39.921 krónu fyrir ferðina fram og til baka, en í dag kostar slík ferð einhverjar 22.317 krónur. Þetta kemur fram í frétt Túrista .

Það sama gildir um flugfarið til Kaupmannahafnar. Ódýrasti valkosturinn fram og til baka árið 2012 hefði kostað einhverjar 45 þúsund krónur en í dag kostar það 29 þúsund.

Öll flugfélög á markaðnum hafa aukið við tíðni sína til borganna auk þess sem ný félög á borð við SAS og British Airways hafa bæst í hópinn. Þess að auki er ljóst að verð hefur almennt farið lækkandi með aukinni samkeppni og tíðni ferðalaga.