Microsoft seldi í gær 4,75 milljarða dala af skuldabréfum útgefnum af fyrirtækinu. Hluti skuldabréfanna, einn milljarður dala, er á lægstu vöxtum sem bandarískt fyrirtæki hefur getað fjármagnað sig á síðan 1970.

Skuldabréfin sem bera lægstu vextina eru með 25 punkta álagi ofan á vexti sambærilegra ríkisskuldabréfa. Bréfin bera 0,875% ársvexti.

Skuldabréfin eru til 3, 5, 10 og 30 ára og er álagið frá 25 punktum til 83 punkta.