Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) gerir ráð fyrir 4,2% samdrætti fyrir heimsbúskapinn í ár í desemberspá sinni en 4,2% hagvexti á næsta ári. Í spánni er gert ráð fyrir tæplega átta prósenta samdrætti á Íslandi á þessu ári en þrjú prósent hagvexti árin 2021 og 2022.

Gert er ráð fyrir að útflutningur muni aukast hérlendis þrátt fyrir að ferðaþjónustan muni ekki ná vopnum sínum á ný strax. Áætlað er að einkafjárfesting verði dræm en að fjárfestar hins opinbera aukist. Atvinnuleysi muni vera yfir 7% um mitt næsta ár og hægjast mun á hækkun launa.

Sjá einnig: Hagvaxtarspá OECD batnar um 1,5%

Hagvöxtur gæti orðið töluvert meiri ef vel gengur að bólusetja fyrir veirufaraldrinum og gert er ráð fyrir að vöxtur verði mestur á heimsvísu í Asíu. Desemberspáin er aðeins bjartsýnni en sú sem gerð var í júní en áætlað er að hagvöxtur verði átta prósent í Kína á næsta ári og 7,9% í Indlandi.

Gert er ráð fyrir að samdrátturinn verði á heimsvísu verði mestur í Argentínu, tæplega þrettán prósent. Næst mestur er samdráttur á þessu ári í Bretlandi, 11,2%.