Orka
Orka
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, gerir ráð fyrir að hagvöxtur á Íslandi verði 2,2% í ár og 2,9% á því næsta. Er það hækkun frá fyrri spá OECD, sem gerði ráð fyrir 1,5% hagvexti á Íslandi í ár.

Stofnunin segir að búist sé við að hagvöxturinn verði drifinn áfram af fjárfestingu í orkufrekum iðnaði og aukinni einkaneyslu. Í umfjölluninni um Ísland segir einnig að óvissa ríki um áhrifa niðurstöðu í Icesave-málinu. Segir að óvissu gæti varðandi fjárhagsleg samskipti við alþjóðamarkaði og um Ísland sem fjárfestingarkost.

Þá eru stjórnvöld hvött til þess að halda áfram að draga úr skuldum og að að afnema ætti gjaldeyrishöft þegar aðstæður leyfa.

Umfjöllun OECD .