OECD hefur lækkað hagvaxtaspá sína fyrir efnahag heimsins. Stofnunin segir að hagvöxtur í Brasilíu, Þýskalandi og Bandaríkjunum sé að hægja á sér og fjöldi nýmarkaðsríkja eigi í hættu vegna óstöðugra gjaldmiðla.

OECD spáir því að hagvöxtur verði 3% á árinu 2016. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og árið 2015 og 0,3% minni en stofnunin spáði fyrir árið 2016 í nóvember sl. Hættur á fjármálaóstöðugleika eru verulegar og nýmarkaðsríki eru viðkvæm fyrir vaxtahækkunum og áhrif þeirra á skuldir. Samtökin spá því að hagvöxtur í Kína verði 6,5% á þessu ári og 6,2% á næsta ári.

G20 hópurinn mun hittast í Sjanghæ í næstu viku til að ræða aðgerðir vegna minnkandi hagvaxtar. OECD hvetur ríkin til að auka við örvunaraðgerðir til að styðja við eftirspurn.