Samkvæmt tölum frá OECD jókst landsframleiðsla (GDP) að meðaltali um 0,5% hjá ríkjum sambandsins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Það er sama aukning landsframleiðslu og á síðastar ársfjörðung 2007.

Í Bandaríkjunum jókst landsframleiðsla um 0,1% líkt og á fjórða ársfjórðungi 2007. Þá jókst landsframleiðsla í Japan um 0,8% á ársjórðungnum.

Landsframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,7% en hafði hækkað um 0,4% á ársfjórðungnum þar á undan.

Árssamanburður

Mesti munur milli ára var í Þýskalandi þar sem landsframleiðsla jókst um 2,7% en lægst í Japan þar sem landsframleiðsla jókst um 1,1% milli ára.