Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, hefur kynnt nýjan mælikvarða á velgengni ríkja. Til þessa hefur stofnunin lagt áherslu á hagvöxt sem mælikvarða á breytingar meðal og milli ríkja. Nýji kvarðinn kallast Better Life Index og er mældur út frá ellefu stuðlum, þar á meðal tekjum, atvinnustigi, öryggi og lífshamingju.

Notendur kvarðans geta síðan gefið hverjum stuðli vigt eftir mikilvægi. Í frétt Financial Times segir að ef allir stuðlar fá sömu vigt lendir Lúxemborg í 10. sæti. Ríkið er hinsvegar í 1. sæti ef litið er til landsframleiðslu á mann.

Efstu sæti listans skipa Norðurlöndin.