Björgunarsjóður evrulandanna er of lítll og þarf að bæta verulega í hann til að gera þeim löndum sem sitja föst í skuldafeni kleift að krafla sig upp úr því. Þetta segir í greinargerð frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Stefnt er að því að í sjóðnum verði 440 milljarðar evra sem vonast hefur verið til að dugi til að koma skuldaslóðunum í gegnum það versta.

Viðræður hafa staðið yfir um nokkurra vikna skeið um aðgerðir til að forða Grikkjum frá gjaldþroti. Rætt er um að eigendur grískra skuldabréfaeigenda þurfi að afskrifa allt að 70% eignum sínum.

Í netútgáfu breska dagblaðsins Telegraph í dag kemur fram að stjórnvöld á Grikklandi, Portúgal, Írlandi og Spáni þurfi að standa skil á samtals 700 milljarða evra skuldum á þessu ári og 400 milljörðum evra á næsta ári.