Framundan eru tvö ár sem munu einkennast af veikum hagvexti og miklu atvinnuleysi. Mistakist að kveða skuldakreppudrauginn á evrusvæðinu niður getur staðan versnað frekar. Þetta er niðurstaðan í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og birt var í dag.

Stofnunin spáir því að hagvöxtur verði 3,8% hjá G20-ríkjunum á næsta ári og 4,6% árið 2013. Nýmarkaðslönd á borð við Kína og önnur Asíuríki munu draga hagvöxtinn áfram, samkvæmt spánni. Gert er ráð fyrir 8,6% hagvexti í Kína á næsta ári í spánni. Búist er við mun minni hagvexti í Bandaríkjunum á næsta ári en fyrri spá hljóðaði upp á, 1,8% í stað 3,1% hagvexti.

Í hagspánni er þrýst á að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti til að auka hagvöxt í skugga kreppunnar. Mælt er með því að aðrir stórir seðlabankar haldi stýrivöxtum óbreyttum.