OECD segir íslenska hagkerfið sé að ofhitna og það kalli á að Seðlabankinn herði á aðhaldi sínu í gegnum stýrivexti nú þegar til að ná verðbólgunni aftur inn að verðbólgumarkmiðinu.

OECD telur að núna eftir að skattalækkanirnar hafa verið samþykktar á ríkið að stefna að meiri afgangi á ríkissjóði en það sem nú er stefnt að til að tryggja að meira jafnvægi í hagstjórn á milli ríkisins og Seðlabankans. OECD vill einnig sjá meiri takmarkanir á ríkisútgjöldum.

OECD segir ennfremur að vegna mikils viðskiptahalla og erlendrar skuldsetningar, gæti minna innflæði fjármagns vegna stóriðjuframkvæmda leitt til þess að sú styrking sem orðið hefur á krónunni snúist til baka. Það gæti aftur leitt til lengra tímabils hárra vaxta og hugsanlegrar niðursveiflu.