OECD samtökin hafa tilkynnt breytta spá fyrir Bandaríkjamarkað. Samtökin spá nú að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 0,1% á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Á fjölmiðlafundi sagði Jørgen Elmeskov, yfirhagfræðingur OECD, að ef fjárfestingar í íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum haldi áfram að minnka jafn hratt og raunin er nú þá muni í byrjun næsta árs verða mesta lægð á þeim markaði sem verið hefur frá því skráning tölfræðinnar hófst árið 1960.