Efnahags- og framfarastofnunin OECD spáir því að hagvöxtur á heimsvísu á þessu ári muni nema 3,5%. Gangi spáin eftir mun hagvöxtur ná hæsta stigi frá árinu 2011. Hefur spá OECD hækkað um 0,2 prósentustig frá því í mars á þessu ári.

Þrátt fyrir að betri horfur um hagvöxt í heimshagkerfinu segir framkvæmdastjóri OECD Jose Angel Gurria að „mikilvægt er að horfa hlutlægt á stöðuna. Ég vill ekki vera að fagna þeirri staðreynd að heimshagkerfið sé að færast úr slæmri stöðu í meðal stöðu. Staðan þýði ekki að þetta sé ástand sem við eigum að sætta okkur heldur verði að stefna á en meiri framfarir." Þetta kemur fram í frétt BBC .

Í spánni kemur einnig fram hagvaxtarspá fyrir stærstu hagkerfi innan OECD. Gerir spáin ráð fyrir 2,1% vexti í Bandaríkjunum, 1,8% á evrusvæðinu, 1% í Japan, 6,7% í Kína og 7,1% á Indlandi.