Hagvöxtur mun dragast saman í flestum aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á næstu mánuðum. Brasilía er eyland en þar mun hagvöxtur aukast, samkvæmt nýjustu hagvísum OECD.

Í bandaríska stórblaðinu Wall Street Journal í dag segir að hagvísar OECD um þróun og horfur í efnahagsmálum hafi reynst áreiðanlegir í gegnum tíðina. Blaðið segir sömuleiðis hagvísana nú gera vonir bjartsýnna þjóðarleiðtoga að engu. Stjórnvöld og seðlabankar aðildarríkja OECD verð að grípa til frekari ráða með það fyrir augum að koma efnahagslífinu í gang og auka hagvöxt.

Samkvæmt hagvísum OECD er nokkur samdráttur í Rússlandi og öðrum nýmarkaðsríkjum sem áður hafa haldið meðaltalinu upp. Af einstökum aðildarríkjum OECD hafa vísarnir lækkað nokkuð stöðugt í Kína. Kínverski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti þar tvívegis síðastliðnar tvær vikur til að blása lífi í efnahagslífið.