Að sögn Robert Ford, aðstoðarsviðsstjóra landarannsókna hagfræðideildar OECD, er engin ánægja með það hjá stofnuninni að gripið skili hafa verið til gjaldeyrishafta hér á landi. OECD telur því að það þurfi að aflétta þeim eins fljótt og hægt er þó varast beri að setja upp ákveðna tímalínu, það hveti bara spákaumenn til að nýta sér aðstæður.

Að sögn Ford er aðgerðaáætlunin hér á landi á borði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þeir séu réttu aðilarnir til að fást við aðstæður eins og þær sem eru hér núna. Ford sagði að stofnanirnar greindi einstaka sinnum á um aðgerðir en það á ekki við um gjaldeyrishöftin. Hann sagði að báðir aðilar væru sammmála um að það ætti að aflétta hömlunum eins fljótt og unnt er. Spurning sé bara hvað felist í því.

Ford benti á að OECD væri fyrst og fremst álitsgjafi en kæmi ekki að málum sem aðgerðaraðili eins og AGS. Ford sjálfur hefur unnið hjá AGS og hann sagði að talsverð samvinna væri á milli stofnanna. Hann var ekki starfandi hjá OECD þegar síðasta skýrsla kom út en starfaði í íslensku deildinni þar fyrir 20 árum síðan.

Í inngangi sínum fyrir fund sérfræðinga OECD sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að OECD legði mikla áherslu á afnám gjaldeyrishaftanna eins fljótt og mögulegt og taldi hann að það ætti ekki að koma á óvart.