Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir áframhaldandi hækkun stýrivaxta Seðlabanka íslands en reiknar með lækkunum á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um hagvöxt og hagkerfi OECD-ríkjanna, sem birt var í dag.

Greiningaraðilar búast einnig við að Seðlabankinn hækki vexti í desember og í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku sagði Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans, að of snemmt sé að fullyrða að verðbólgutoppnum hafi verið náð. Þykja ummæli hans gefa til kynna að bankinn hækki vexti í næsta mánuði.

Í skýrslu OECD segir að það sé mikilvægt að íslenska hagkerfið kólni og bendir á að enn ríki mikið ójafnvægi í hagkerfinu. Reiknar stofnuni með að viðskipta halli verði um 20% af vergri landsframleiðslu á árinu 2006, en að hann dragist saman í 14% á næsta ári.

Stofnunin hvetur íslenska ríkið til aðhalds í ríkisfjámálum til að vega á móti væntanlegum skattalækkunum. OECD bendir á að snörp veiking krónu -- krónan hefur tekið tvær dýfur á árinu -- geti stuðlað að umróti í hagkerfinu ef erlendir fjárfestar telja óróleika enn verulegan möguleika.

OECD spáir því að hagvöxtur verði 1% á næst ári en að hann aukist í 2,5% árið 2008