Efnahags og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur gefið út nýja skýrslu um efnahagshorfur á Íslandi þar sem fram kemur að stofnunin telur íslenska hagkerfið standa frammi fyrir verulegri ofhitnum um þessar mundir.

OECD telur að nauðsynlegt verði að hækka stýrivexti talsvert meira til að mæta auknum verðbólguþrýstingi á komandi mánuðum.

?Íslenska krónan hefur veikst um 19% frá því um miðjan febrúar þegar umræðan um íslenska hagkerfið hófst meðal erlendra greiningaraðila. Í kjölfarið hefur Seðlabankinn þurft að hækka stýrivexti til að sporna við verðbólguþrýstingi sem veiking krónunnar hefur valdið? Segir í skýrslunni.

Hagfræðingar OECD telja að 75 punkta hækkun Seðlabankans á síðasta vaxtaákvörðunardegi hafi ekki skilað tilætluðum áhrifum á krónuna né verðbólguvæntingar.

OECD spáir að hagvöxtur dragist verulega saman og verði aðeins 1,4% á næsta ári samanborið við 4,1% á þessu ári. OECD telur helstu ástæðuna fyrir þessu vera samdrátt í innlendri eftirspurn.