Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Beinn fjárhagslegur kostnaður íslenska ríkisins vegna fjármálakrísunnar hér á landi er ekki eingöngu tilkominn vegna endurfjármögnunar fjármálastofnana. Mestur kostnaður féll til á mánuðunum fyrir bankahrunið, þegar Seðlabanki Íslands lánaði fjármálastofnunum gegn veikum veðum sem oft voru kröfur í aðrar íslenskar fjármálastofnanir.

Þetta segir í skýrslu OECD um þróun efnahagsmála á Íslandi sem kynnt var í dag. Í skýrslunni segir að eftir á svo virðist sem Seðlabankinn hafi verið að veðja á endurlífgun bankakerfisins. Tap vegna lánanna og vegna skuldabréfa bankanna námu 13% af landsframleiðslu. Að viðbættum kostnaði við endurfjármögnun bankanna nemi kostaður hins opinbera um 20% af landsframleiðslu. Hjá engu öðru ríki en Írlandi má rekja svo hátt hlutfall til fjármálakrísunnar.

Tekið er fram að Seðlabankinn hefur nú hert reglur um veðlán.

Skýrsla OECD .