Dollarar
Dollarar
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)

Ríkisstjórnir heimsins verða að tryggja að auðugir einstaklingar greiði meira til samfélagsins í gegn skattkerfið. Í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem kom út í gær segir að þetta sé nauðsynlegt til að draga úr ójöfnuði.

Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að meðaltekjur í best stæðu aðildarríkjum OECD eru um nífalt hærri en lægstu etkjur. Launabili er lægst á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu.

Hæstu launin eru tífalt hærri í Bretlandi, Ítalíu, Japan og Kóreu en fjórtánfalt hærri í Bandaríkjunum. Í Chile og Mexíkó eru hæstu launin allt að 27-falt hærri en lægstu launin.

Þá segir í skýrslu OECD að launamunurinn hafi ekki aðeins aukist þeim löndum þar sem bilið á milli ríkra og fátækra hafi verið mikið í gegnum tíðina heldur líka í löndum þar sem það hefur verið minna.