Reynir Grétarsson, einn aðaleigandi og fyrrum forstjóri Creditinfo, tók óvænt við sem forstjóri fjártæknifyrirtækisins SaltPay á Íslandi, sem hét áður Borgun, í ágúst 2021. Í mars síðastliðnum lét hann af störfum sem forstjóri og tók við starfi stjórnarformanns. Reynir lýsir þessu sjö mánaða tímabili í forstjórastól SaltPay og aðdraganda ráðningarinnar í hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show.

Í mars 2020 gekk SaltPay frá kaupum á Borgun af Íslandsbanka. Reynir segir frá því að Ari Mazanderani, stjórnarformaður SaltPay, hafi upphaflega tjáð sér að hann hefði áhuga á að kaupa Valitor. Ali sat á þessum tíma í stjórn Creditinfo fyrir hönd breska sjóðsins Actis. Reynir ákvað þá að kynna honum helstu greiðslumiðlunarfyrirtækjunum á Íslandi.

„Það kom út úr því að þeir gerðu tilboð í Korta en enduðu á að kaupa Borgun. Ég var þarna í viðræðum að reyna að lenda þeim samningum,“ segir Reynir. Hann greinir frá því að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hafi beðið sig um að taka sæti í stjórn Borgunar vegna tengsla hans við SaltPay, sem hann gerði vorið 2020.

Haustið 2021 leitaði Ali til Reynis og bað hann um að finna nýjan forstjóra en Eduardo Pontes og Marcos Nunes höfðu þá deilt forstjórastöðunni í rúmt ár.

„Ég sagði við hann: „Þið eruð svo villtir, það kemur ekkert í fjölmiðlum frá ykkur nema einhverjar fjöldauppsagnir og eitthvað svona neikvætt. Ég held að þið séuð ekki að fara að fá neinn góðan forstjóra,“ segir Reynir. Hann hafi því sjálfur ákveðið að taka starfið að sér með það í huga að hann þyrfti þó ekki að stoppa lengi.

„Það var ekki það að mig vantaði vinnu, ég vildi hjálpa. Þar sem ég var búinn að vera í stjórn þarna, þá þótti mér svolítið vænt um þetta fyrirtæki og þá starfsmenn sem ég þekkti.“

Krafðist „license to kill“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði