„Það er ekki einu sinni hægt að segja að tilboði hennar hafi verið hafnað. Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Roosevelt Edwards í samtali við Fréttablaðið. Þar segir hann að hún hafi fengið mjög ófagmannlega málsmeðferð í útboðinu og hyggst skoða réttarstöðu Edwards.

Sjá einnig: Boði Edwards í Icelandair hafnað

„Við lítum þá gróflegu mismunun sem þarna átti sér stað mjög alvarlegum augum,“ sagði Páll. Edwards átta sjö milljarða króna tilboð í hlutafjárútboði Icelandair, eina tilboðinu sem var hafnað. Alls söfnuðust 23 milljarðar króna.

Sjá einnig: Edwards að kaupa stóran hluta útboðsins?

Segir hann að höfnun Icelandair byggi „augljóslega á öðrum forsendum en fjárhagslegum“ og að aðrir þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar fjármögnun og hún.