Óróanum á kínverska hlutabréfamarkaðnum virðist hvergi lokið og hafa nú stjórnvöld ákveðið að stíga fram þar sem 3.200 milljarðar dala af virði markaðarins hafa horfið á þremur vikum. Óvissa með Grikkland hefur spilað þarna inn, hins vegar óttast margir að Shanghai Composite hafi náð hæstum hæðum.

Ástæðan fyrir mikla hækkun hlutabréfa er aukningin á hlutabréfakaupum meðal kínversks almennings. Fleiri kínverjar fjárfesta nú á markaði heldur en eru í kommúnistaflokknum, samvkæmt Bloomberg, 90 milljónir samanborið við 87,7 milljónir. Ríkisstjórnin hafði gefið til kynna að markaðir myndu hækka, vextir yrði lækkaðir og lífeyrissjóðir fengju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Fjölmiðlar landsins hafa einnig ýtt undir aukningu á kaupum hlutabréfa.

Yfir helgina hafa stjórnvöld beitt sér gegn núverandi þróun og hafa blokkað nýskráningar á markaðinn og reynt að takmarka fjölda fyrirtækja sem fjárfestar geta lagt fé í. Samkvæmt WSJ eru væntanlegar nýskráningar fjögurra milljarða yuan virði. Hingað til hafa aðgerðir ekki komið í veg fyrir frekari lækkanir

Talið er að til styttri tíma litið fylgi þessu einhver skaði fyrir kínverska hagkerfið, verg landsframleiðsla gæti lækkað um 0,5% á næstu 12 mánuðum. Hins vegar gætu verið verri langtíma vandamál.