*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 11. júlí 2020 18:18

Öflugri nýsköpun

Viðskiptahraðall Icelandic Startups og Nova ber heitið Startup Supernova og hófst 22. júní síðastliðinn.

Alexander Giess
Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi og gestafyrirlesari í Startup Supernova fjallar þarna um Design Thinking.
Aðsend mynd

Startup Supernova er nýr viðskiptahraðall Icelandic Startups og Nova sem hófst 22. júní síðastliðinn. Alls hafa tíu sprotafyrirtæki verið valin og mun keppendum bjóðast milljón króna styrkur, aðgangur að vinnuaðstöðu og leiðsögn frá reyndum fjárfestum, stjórnendum, frumkvöðlum og ráðgjöfum. Hraðlinum lýkur þann 28. ágúst, og stendur því yfir í tíu vikur, og endar á svokölluðum fjárfestadegi þar sem keppendur kynna sína hugmynd fyrir fjárfestum.

Startup Supernova var settur á laggirnar í kjölfarið á því að Startup Reykjavík hætti starfsemi þar sem Arion banki, helsti samstarfsaðili keppninnar, dró sig í hlé. Einhverjar breytingar verða á hraðlinum samanborið við Reykjavík Startups. 

Ekki er gerð sú krafa að fyrirtækin séu nýstofnuð heldur mega rótgróin fyrirtæki með nýja hugmynd eða tækni taka þátt. Nú í ár mun keppendum bjóðast milljón króna styrkur gegn því að Icelandic Startups, Nova og Gróska fái kauprétt að 5% eignarhlut. Áður lagði Arion banki 2,4 milljónir í verkefnið gegn 6% eignarhlut.

Í sumar mun hraðallinn hafa vinnuaðstöðu í frumkvöðlasetri Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík. Til framtíðar mun Startup SuperNova hins vegar hafa aðstöðu í Grósku hugmyndahúsi, sem verið er að byggja í Vatnsmýrinni.

Meðal markmiða þátttakenda er að fækka spítalasýkingum, auka skilvirkni við gagnagreiningu og draga úr óskilvirkni á vinnustöðum. Að neðan má sjá hluta af keppendum en fullan lista er hægt að nálgast í Viðskiptablaðinu.

BidPare n

Fljótleg og einföld leið til að fá tilboð, bera saman og samþykkja tilboð. Einnig frábær vettvangur fyrir fyrirtæki til að komast í samband við mögulega viðskiptavini á einfaldan hátt.

Inch n

Raddstýrð snjallsímalausn fyrir starfsmenn á faraldsfæti sem sameinar verkefnastjórn, sjálfvirka tímaskráningu og samskiptakerfi í einn pakka. Með því að hnýta saman lykilþætti daglegra aðgerða starfsmanna dregur Inch úr óskilvirkni, flækjum og misskilningi á vinnustað.

JustBjorn

JustBjorn býr til og framleiðir lífrænar og bragðgóðar matvörur og fæðubótarefni sem innihalda íslenskt collagen. JustBjorn-vörurnar hjálpa við að viðhalda heilbrigðum og virkum lífsstíl þar sem við teljum að líkamleg heilsa og fegurð komi innan frá.

Lightsnap

Lightsnap færir ljósmyndirnar aftur í myndaalbúmin. Þú kaupir 24-mynda filmu í appinu, alveg eins og á gömlu einnota myndavélunum. Þegar þú ert búinn að taka myndirnar, framköllum við þær og sendum þær beint heim til þín. 

Quick Lookup

Quick Lookup veitir einfaldan og samþættan aðgang að heimsgögnum sem algengt er að gagnagreinendur, gagna-verkfræðingar, forritarar og gagna-drifið viðskiptafólk noti við vinnslu, hreinsun, auðgun og greiningu gagna. Markmiðið er að auka skilvirkni við gagnagreiningu og hámarka virði þeirra upplýsinga og ákvarðana sem hún skilar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.