Seljanleiki hefur aukist á öllum mörkuðum Nordic Exchange á fyrstu sex mánuðum ársins 2007, að því er fram kemur í tilkynningu frá OMX Nordic Exchange.

Þar segir að frá metveltuárinu 2000 hafi dagleg velta í Nordic Exhange aukist um 67%.

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 hefur veltumetið verið slegið fjórum sinnum og 54 félög hafa skráð bréf sín í Nordic Exchange en á sama tímabili á síðasta ári voru nýskráningar 43 talsins. Á öllum mörkuðum Nordic Exchange eru nú 834 skráð félög.