Fjárfestingafélagið Öflun ehf. sem á og rekur Apple Center verslanirnar í Lyngby, Kaupmannahöfn auk verslana í Reykjavík og Svíþjóð er að yfirtaka Officeline í Noregi sem er helsti söluaðili á Apple vörum þar í landi. Officeline er einnig með 35% markaðshlutdeild í Finnlandi og er líka með töluverðan rekstur í Danmörku og Svíþjóð.

Með þessum kaupum er Öflun ehf. orðið leiðandi á Norðurlöndum í sölu á Apple vörum. Bjarni Ákason forstjóri Öflunar segir að úr þessu dæmi verði félag sem er að velta um 7 milljörðum króna og sé orðið langstærst í sölu á Apple vörum á Norðurlöndum.