Á árinu 2004 öfluðu skráð félög á Íslandi nýs hlutafjár sem samsvaraði 16% af markaðsvirði þeirra í lok árs og naut Kauphöllin algjörrar sérstöðu á þessu sviði í Evrópu það ár. Árið í ár verður einnig mjög gott að þessu leyti segir í nýjum Kauphallartíðindum. Fjárfestar á markaði styðja því dyggilega við vöxt skráðra félaga segir þar.

Fáar ef nokkrar kauphallir geta státað af jafnmiklum vexti skráðra félaga undanfarin ár og Kauphöll Íslands. Vöxturinn hefur ekki síst byggst á yfirtökum skráðra félaga á öðrum félögum, bæði innlendum og erlendum, en einnig innri vexti. Greiður aðgangur að fjármagni hefur leikið lykilhlutverk
í sókn félaganna segir í frétt Kauphallartíðinda.

Skráð félög hafa t.a.m. óvíða sótt meira fjármagn á hlutabréfamarkað á liðnum árum.