Fjórir yfirmenn hjá verslunarkeðjunni Tesco hafa verið sendir í leyfi eftir að í ljós kom að hálfsársuppgjör fyrirtækisins reyndist rangt og hagnaður fyrirtækisins ofmetinn um 250 milljónir punda, eða 49 milljarða íslenskra króna.

Tesco, sem er næststærsta verslunarkeðja heims á eftir Walmart, þurfti að gefa út þriðju afkomuviðvörunina á tveimur árum í dag vegna málsins. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa í kjölfar tíðindanna fallið um tíu prósent.

Fyrirtækið hefur falið Deloitte að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu. Forstjóri Tesco, Dave Lewis, segir í yfirlýsingu að ákvörðunin um að senda starfsmenn í leyfi feli ekki í sér að þeir séu grunaðir um nokkuð vafasamt. Það sé aðeins gert til að rannsóknin gangi sem best fyrir sig og komist verði til botns í málinu.Fjórir yfirmenn hjá verslunarkeðjunni Tesco hafa verið sendir í leyfi eftir að í ljós kom að hálfsársuppgjör fyrirtækisins reyndist rangt og hagnaður fyrirtækisins ofmetinn um 250 milljónir punda, eða 49 milljarða íslenskra króna.