Við fórum að ofurhugsa og ofurhanna, segir Garðar Stefánsson, stofnandi Norður&Co, um þá ákvörðun að vilja stofna eigið fyrirtæki og fara út í saltframleiðslu. Hann segir alla framleiðslu vera umhverfisvæna og benti á umbúðir utan um Norðursaltið sem eru umhverfisvænar.

Fjallað var um nýsköpun í sjávarútvegi í síðasta nýsköpunarhádegi Klaks Innovits. Haukur Már Gestsson, verkefnastjóri Íslenska sjávarklasans, og Garðar fjölluðu þar um þessi tvö fyrirtæki.

Fyrirlesturinn er hægt að sjá hér fyrir ofan í fullri lengd.