Ofurmódelið gamalreynda, Yasmin Le Bon, stóð sig með glans þegar hún opnaði nýja stórvrslun House of Fraser við Victoria Square í Belfast á þriðjudag.

Yasmine á að baki langan og tilþrifamikil feril en er einnig þekkt sem eiginkona söngvarans Simon Le Bon til margra ára, en hann tryllti unglingsstúlkur á 9. áratugnum með hljómsveitinni Duran Duran.

House of Fraser er í meirihluta eigu Baugs, og rekur á sjöunda tug verslana og hefur um 8 þúsund starfsmenn í vinnu. Ársvelta keðjunnar var rúmlega milljarður punda árið 2006.

250 þúsund pund í baráttu gegn krabbameini

Gary Slattery, framkvæmdastjóri House of Fraser, og John Laughlin, forystymaður líknarsamstakanna Action Cance, klipptu á borða með Yasmine til að opna  verslunina á Norður-Írlandi formlega.

Slattery tilkynnti við það tilefni að House of Fraser hefði látið 10 þúsund pund af hendi rakna til Action Cancer, og væri það aðeins fyrsti áfangi í styrkveitingu til þessa málefnis. Hafa þessir aðilar gert samkomulag til þriggja ára um samstarf og hyggst House of Fraser safna um 250 þúsund pundum á því tímabili.

House of Fraser-verslunin nýja er staðett í 200 þúsund ferfeta húsnæði í Belfast, er á sjö hæðum og hefur innan sinna vébanda yfir 500 vörumerki, þar á meðal Hamley’s-leikfangabúðð, sem er líka í eigu Baugs,