Og Vodafone hefur gengið að kröfum Póst- og fjarskiptastofnunar og afnumið afslátt úr fastlínu yfir í GSM innan kerfis. Og Vodafone væntir þess að Póst- og fjarskiptastofnun ljúki senn markaðsgreiningu á farsímamarkaði og endurskoðun ákvarðana um umtalsverða markaðshlutdeild. Þrátt fyrir breytingu á gjaldskrá verða mínútugjöld,vegna símtala úr fastlínu í GSM innan kerfis hjá Og Vodafone, áfram hagstæðari heldur en hjá helsta samkeppnisaðilanum.

?Og Vodafone hefur frá upphafi lagt áherslu á að veita alhliða fjarskiptaþjónustu. Til þess að gera fastlínuhluta fyrirtækisins mögulegt að veita Landssímanum samkeppni á fastlínumarkaði, þar sem að Landssíminn nýtur ríflega 75% markaðshlutdeildar, hefur Og Vodafone veitt viðskiptavinum sínum afslátt af endagjöldum. Póst- og fjarskiptastofnun telur slíkt ekki heimilt. Í því ljósi og vegna nýlegrar hækkunar Landssímans á aðgangsgjöldum á Grunnneti þarf Og Vodafone að breyta gjaldskrá sinni fyrir fastlínuhluta,? segir Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone.

Í ljósi ummæla forsvarsmanna Landssímans, í kjölfar ákvörðunar Póst og fjarskiptastofnunar, telur Og Vodafone rétt að ítreka að umræddur úrskurður snýst ekki um hvort samtengigjöld Og Vodafone séu of há heldur hvernig fyrirtækinu ber að bókafæra sölu á fastanet fyrirtækisins segir í tilkynningu Og Vodafone.