*

miðvikudagur, 26. febrúar 2020
Innlent 16. maí 2019 15:59

Ógilda kaup Samkaupa á Iceland búðum

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt kaup Samkaupa á tveimur verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ.

Ritstjórn
Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa.
Haraldur Guðjónsson

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa á tveimur verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ sem í eigu Basko verslana ehf.

Samkeppniseftirlitsins taldi að kaupin hefðu raskað verulega samkeppni á svæðinu. Þannig hefði eiginlegum keppinautum fækkað úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Hefði samruninn verið neytendum til tjóns. Samkeppniseftirlitið lét framkvæma neytendakönnun við verslanir á þessum stöðum, til þess að meta samkeppni á viðkomandi svæðum.

Samkeppniseftirlitið hafði áður heimilað kaup Samkaupa á tólf verslunum Basko undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. Upphaflega stóð til að hafa verslanir Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ með í kaupunum. Samkeppniseftirlitið gaf Samkeppniseftirlitið til kynna strax á fyrstu stigum máls að íkur væru á því að samkeppni myndi skaðast á Suðurnesjum og á Akureyri. Þá ákváðu Samkaup að senda inn tvær samrunatilkynningar, eina fyrir verslanirnar 12 og aðra vegna verslananna á Akureyri og í Reykjanesbæ.

Stikkorð: Iceland 10-11 Samkaup Ómar Valdimarsson Basko