*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 21. júní 2017 08:37

Ógilda starfsleyfi til fiskeldis

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfsleyfi Háafells ehf. fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Hægt er að lesa úrskurð úrskurðarnefndarinnar hér. Í frétt Fréttablaðsins segir að lögmaður kærenda telji að niðurstaðan komi til með að hafa áhrif á fleiri starfsleyfi. 

Í fyrra veitti Umhverfisstofnun Háafelli starfsleyfi til að hefja ársframleiðslu á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi. Hópur aðila til að mynda Náttúruverndarsamtök Íslands, Landssamband veiðifélaga og landeigandi á svæðinu, kærði veitingu leyfisins. 

Í rökstuðningi kærenda var meðal annars bent á að þau töldu að Umhverfisstofnun hafi ekki uppfyllt málsmeðferðarákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum og töldu þeir að rökstuðningi á rannsókn stofnunarinnar væri ábótavant. Úrskurðarnefndin ákvað að gera fleiri athugasemdir við feril málsins. Haft eftir Óttari Yngvasyni, lögmanni kærenda í Fréttablaðinu, að miðað við forsendur nefndarinnar sé þetta tímamótaúrskurður í þessu sjókvíaeldismálum. 

Til þess að fiskeldi geta hafið starfsemi þurfa þau starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og rekstrarleyfi frá Matvælastofnun. Óttar segir að úrskurður úrskurðarnefndarinnar muni koma til með að hafa umtalsverð áhrif í þessum málaflokki. Eins og sakir standa eru ríflega 20 þúsund tonn í starfsveitingaleyfi. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is