Ögmundur Jónasson gefur kost á sér í 1. sæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. „Ögmundur hefur setið á þingi frá árinu 1995. Hann tók við embætti heilbrigðisráðherra í febrúar 2009 en sagði af sér vegna ágreinings í Icesave málinu síðar sama haust. Ögmundur tók að nýju sæti í ríkisstjórn í september 2010, sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmála- og mannréttindaráðherra, sem síðar varð að embætti innanríkisráðherra,“ segir í tilkynningu um ákvörðun Ögmundar.