Í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin síðan Ögmundur Jónasson var kjörinn formaður BSRB afhenti Þuriður Einarsdóttir honum blómvönd frá BSRB á aðalfundi bandalagsins 17. október sl.

Ögmundur var formaður Starfsmannafélags Sjónvarpsins þegar hann var kjörinn formaður BSRB 21. október 1988.

Hann tók við af Kristjáni Thorlacius sem þá hafði gegnt formennsku bandalagsins í 28 ár.

Þetta kemur fram á vef BSRB.

Á korti sem fylgdi blómvendinum stóð: „Kæri Ögmundur! Aðalfundur BSRB 2008 þakkar þér tuttugu ára frábært og fórnfúst starf fyrir bandalagið. Megum við njóta krafta þinna sem lengst."