„Mér finnst það koma vel til álita að endurskoða fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna og ég er þeirrar skoðunar að beina eigi þessum fjármunum meira inn í samfélagsþjónustuna en verið hefur,“ segir Ögmundur Jónasson, alþingismaður og varaformaður stjórnar LSR, aðspurður um hvort breyta þurfi lagaumhverfi lífeyrissjóðanna.

Ljóst er að lífeyrissjóðir landsins standa frammi fyrir miklu tjóni vegna hruns bankakerfisins og mun það bitna á réttindum lífeyrisþega, mismikið þó.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er með ríkisábyrgð og eru réttindi sjóðfélaga LSR því varin gegn tapi.

Það hefur lengi verið álitamál hvort réttlætanlegt sé að halda uppi slíku tvöföldu lífeyriskerfi, þar sem einn hópur þjóðfélagsins búi við önnur kjör en aðrir hópar.

Þá má deila um hvort eðlilegt sé að sjóður sem starfar undir ríkisábyrgð reki sambærilega fjárfestingastefnu og aðrir lífeyrissjóðir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.