Ögmund­ur Jónas­son, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is , seg­ir að mál Seðlabanka Íslands verði verði tvímælalaust tekið föst­um tök­um. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á mbl.is fyrir stuttu.

Umboðsmaður Alþingis sendi fyrir stuttu bréf til fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, bankaráðs Seðlabanka Íslands, seðlabanka­stjóra og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis. Í bréfinu gerði hann grein fyrir athugun sinni á stjórnsýslu Seðlabankans.  Óhætt er að segja að Seðlabankinn sé harð- lega gagnrýndur í bréfi umboðsmanns . Umboðsmaður gaf stjórnsýslunni frest þangað til í apríl til þess að bregðast við athugun hans.

Ögmundur segir að nefndin muni taka sér góðan tíma til yfirferðar og að eðlilegt sé nefndin bíða þess að fulltrúar Seðlabankans og Stjórnarráðsins hafi farið yfir erindi Umboðsmanns Alþingis.