Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra fór á vef sínum ekki fögrum orðum um Pierre Lellouche, evrópumálaráðherra Frakka fyrir um þremur árum þegar Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður þingmannanefndar Íslandsdeildar NATO átti fund með Lellouche vena varnarmála.

Pierre Lellouche heimsótti Ísland í dag og átti meðal annars fund með Össur og Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar Alþingis. Þá mun hann einnig hitta alþingismenn, fræðimenn og heimsækja íslensk fyrirtæki.

Fyrir þremur árum, eða vorið 2006, áttu þeir Össur og Lellouche fund en Lellouche var þá forseti Þingmannasambands NATO. Lellouche var á þeim tíma einn af þeim sem gagnrýndu brottflutning Bandaríkjahers frá Íslandi.

Ögmundur sagði að vandfundnari væri hægri sinnaðri þingmaður á franska þinginu en Pierre Lellouche, hann gagnrýndi hægri sinnuð stjórnvöld jafnan frá hægri og hefði stutt „Íraksinnrásina allra manna harðast,“ eins og Ögmundur orðaði það í færslu sinni.

„Eru það slíkir menn sem við erum að leita eftir að verndi okkur? Lítur formaður NATÓ-deildar íslenskra þingmanna á það sem eftirsóknarvert verkefni að færa okkur inn í pólitískan faðm svartasta afturhalds Evrópu?  Varla,“ segir Ögmundur á vef sínum.

Sjá færslu Ögmundar hér.