„Við höfum lagt áherslu á það að ef eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum eða öðru verða seldir á komandi misserum þá verði það notað til að lækka skuldir ríkissjóðs frekar en að auka útgjöld,“ sagði Már á kynningarfundi um vaxtaákvörðun, aðspurður um notkun arðgreiðslna úr bönkum til útgjaldaaukningar ríkissjóðs.

„En það gegnir auðvitað öðru máli um arðgreiðslur sem koma reglulega, þá er ekkert óeðlilegt að ríkið fjármagni hluta af starfsemi sinni með arðgreiðslum. Þá þarf bara að spyrja sig hvort um er að ræða venjulegar arðgreiðslur eða óvenju miklar fjárhæðir sem ekki má búast við að komi árlega.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.