Á seinni hluta síðasta árs skilaði ráðgjafahópur á vegum velferðarráðuneytis niðurstöðum um skipulag heilbrigðisþjónustu og ráðstöfun fjármuna. Meðal þess sem vekur athygli í niðurstöðum hópsins eru athugasemdir um fjárhagslega hvata fyrir starfsmenn í heilbrigðisþjónustu. Af heilbrigðisþjónustu á Íslandi eru14% í höndum sjálfstætt starfandi aðila (einkarekin þjónusta). Þó er 25% útgjalda hins opinbera til heilbrigðisþjónustu ráðstafað í einkareknum einingum. Sú þjónusta sem er á vegum sjálfstætt starfandi aðila er því að miklum hluta greidd af hinu opinbera.

Í niðurstöðum ráðgjafahópsins er jafnframt bent sérstöðu Íslands þegar kemur að heimsóknum til sérfræðilækna. Rúmlega 300 sérfræðilæknar starfa að einhverju leyti samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands en þar af er um þriðjungur þeirra sem starfar eingöngu á stofu. Aðgengi að sérfræðilæknum er nánast ótakmarkað hér á landi. Það er ólíkt því sem til að mynda tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Þetta virðist valda miklum fjölda heimsókna til sérfræðilækna en hvað heimsóknafjölda varðar sker Ísland sig úr í samanburði við önnur Norðurlönd.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.